top of page
Search

Nokkur orð frá þátttakendum

Updated: Dec 5, 2022


Mjög fræðandi námskeið, þær fara yfir allskonar gagnlega hluti og mikið af þeim hafði ég ekki hugmynd um. Námskeiðið var uppí Björkinni og það var svo ótrúlega huggulegt hjá okkur.


Okkur þótti mjög gott að fá smá undirbúning og hugmynd um hvað fyrstu dagarnir eftir fæðingu og brjóstagjöfin hefði í för með sér. Námskeiðið kenndi okkur margt sem okkur hefði aldrei dottið í hug að spyrja um sem foreldrar í fyrsta sinn. Auk þess fannst okkur mjög skemmtilegt að geta komið og spjallað við þær Hildi og Þórunni eftir að hafa horft á námskeiðið til þess að fá aðeins dýpri skilning. 5 stjörnur!


Mér fannst mjög gott að vera búin að fara í gegnum námskeiðið áður en daman fæddist. Sjá hvernig þau eiga að grípa og hvernig ekki. Sjá þessa samvinnu móður og barns og mismunandi stellingar. Sjá merki barnsins um að vilja drekka og vita aðeins betur hverju má búast við eftir fæðinguna. Óháð því hvernig fæðingin gekk þá er svo mikið í gangi fyrstu dagana og mér fannst mjög gott að vera þá ekki að byrja alveg á núllpunkti hvað varðar brjóstagjöfina. Svo fannst mér alveg frábært að þetta væri á netinu, gott að geta farið í gegnum námskeiðið á sínum hraða og í sínu venjulega umhverfi.


Virkilega skemmtilegt og fróðlegt námskeið sem við höfðum mikið gagn af. Þar sem að við erum að ganga með okkar fyrsta barn vissum við takmarkað um brjóstagjöf og því sem fylgdi fyrstu daga og vikur. En á því var fjallað um margt sem að við vissum ekkert um auk þess sem við fengum betri skilning á því sem við nú þegar vissum. Þetta hjálpaði okkur mikið og finnum við fyrir minna stressi þegar að þessu kemur.


​Námskeiðið reyndist okkur mjög vel og það var gott að geta leitað til Þórunnar og Hildar eftir fæðingu einnig.29 views0 comments

Comments


bottom of page