

Eftir skráningu og greiðslu á námskeiðið að vera aðgengilegt með innskráningu inn á síðunni.
Farið í "Log in" á heimasíðunni
Veljið My programs (sem er neðst á barnum ekki í my subscription)
Farið svo í "View our programs" og smellið þá á "join" við Upphafið
Veljið "start" og þá ætti video að birtast undir myndbönd.
Viðauka myndböndin eru sér.
Ef notaður er farsími við skráningu er hægt að hlaða niður appi sem heitir Spaces fyrir Wix og þá er aðgengilegra að horfa á námskeiðið í símanum.
Upphafið
9.900kr.Valid for 16 weeks- Netnámskeið
- Námskeiðskvöld
Początek
0kr.Karmienie piersią i pierwsze dni po porodzieValid for 16 weeks- kursy networkingowe
Upphafið
Upphafið er netnámskeið um brjóstagjöf og fyrstu dagana. Þið getið horft á heima þegar ykkur hentar. Aðgangurinn er opinn í 4 mánuði.
Brjóstagjöf er mikilvæg bæði fyrir móður og barn og er brjóstamjólk fullkomin næring fyrir barnið fyrstu mánuðina. Fræðsla um brjóstagjöf og fyrstu dagana er góður undirbúningur fyrir foreldrahlutverkið og farsæla brjóstagjöf.
Markmið námskeiðsins:
-
Foreldrar öðlist innsýn í fyrstu dagana og öðlist öryggi í umönnun nýburans.
-
Þekki eðlilega hegðun nýfædda barnsins og að foreldrar læri að lesa í þarfir þess.
-
Upphaf brjóstagjafar eru gefin góð skil, mjólkurmyndun og gæði brjóstamjólkur.
-
Farið yfir rétt grip barnsins við brjóstið og farið yfir stöður og stellingar í brjóstagjöf.
-
Að lokum er farið yfir helstu hindranir/áskoranir í brjóstagjöf og hvert á að leita ef upp koma vandamál.
-
Lögð er áhersla á þátttöku maka/stuðningsaðila þessa fyrstu daga, bæði varðandi umönnun barnsins og eins mikilvægi stuðnings við mjólkandi móður en það er ein af forsendum þess að brjóstagjöfi gangi vel.
-
Á námskeiðinu er farið yfir öll þessi atriði auk fjölda annarra sem tengjast þessum fyrstu dögum eftir fæðingu barns.


