top of page
Newborn Baby

Þjónusta brjóstagjafaráðgjafa

Allar konur geta leitað til brjóstagjafaráðgjafa Bjarkarinnar en til að Sjúkratryggingar Íslands greiði fyrir þjónustuna þarf tilvísun frá heilbrigðisstarfsmanni. Tilvísunin gildir í allt að þrjú skipti þar til barnið er 6 mánaða. Sjúkratryggingar taka ekki þátt í kostnaði við fjarviðtöl en fjölskylda getur óskar eftir fjarviðtali og fer það fram í gegnum karakonnect og þarf að greiða fyrir það.  

Mikilvægt er að fá góðan stuðning meðan konur er með barn á brjósti og hægt er að leysa ýmskonar áskoranir með ráðgjöf.

Kona getur sjálf bókað brjóstagjafaráðgjöf í gegnum Karaconnect. Mikilvægt er að fylla út allar upplýsingar. Ráðgjöfin fer fram í húsnæði Björkin ljósmæður, Síðumúla 10. Viðtalið tekur um klukkustund og gott er að reyna stýra gjöfum barnsins þannig að það sé komið að næstu gjöf þegar ráðgjöfin fer fram.

 Hér má nálgast tilvísunina sem þarf að vera útfyllt af heilbrigðisstarfsmanni. Koma þarf með tilvísunina í ráðgjöfina eða senda hana á brjostaradgjof@bjorkin.is.

bottom of page