top of page
Allar konur geta leitað til brjóstagjafaráðgjafa Bjarkarinnar en til að Sjúkratryggingar Íslands greiði fyrir þjónustuna þarf tilvísun frá heilbrigðisstarfsmanni.
Tilvísunin gildir í allt að þrjú skipti þar til barnið er 6 mánaða.
Kona getur sjálf bókað brjóstagjafaráðgjöf í gegnum Karaconnect.
Ráðgjöfin fer fram í húsnæði Björkin ljósmæður, Síðumúla 10.
Hér má nálgast tilvísunina sem þarf að vera útfyllt af heilbrigðisstarfsmanni. Koma þarf með tilvísunina í ráðgjöfina eða senda hana á brjostaradgjof@bjorkin.is.
Viðtal sem er utan rammasamnings Sjúkratrygginga Íslands kostar 17.000 kr.
Hlökkum til að taka vel á móti ykkur
Hildur, Hulda Lína, Oddný Silja og Þórunn
bottom of page


