
Hildur er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi, IBCLC. Hildur stundar meistaranám í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri. Hún sinnir heimaþjónustu og brjóstagjafaráðgjöf. Einnig er hún með námskeið um brjóstagjöf á netinu. Hún hefur víðtæka starfsreynslu í fæðingarþjónustunni og hefur um árabil unnið við að styðja og styrkja konur og fjölskyldur í brjóstagjöf. Hildur sinnir brjóstagjafaráðgjöf í Björkinni ásamt því að starfa á meðgöngu og sængurlegudeild Landspítala og í mæðravernd á heilsugæslunnar Sólvangi.

Hulda Lína er ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur og brjóstagjafaráðgjafi, IBCLC. Hún hefur starfað sem ljósmóðir á fæðingardeildum en einnig sem brjóstagjafaráðgjafi í heilsugæslu, haldið námskeið og sinnt heimaþjónustu ungbarna. Síðastliðin 5 ár hefur hún eingöngu starfað við brjóstagjafaráðgjöf og býður upp á námskeið ásamt stuðningi á meðan á brjóstagjöf stendur í gegnum heimasíðu sína https://vonibrjosti.is. Hún starfar nú í Björkinni og tekur þar á móti fjölskyldum með vandamál við brjóstagjöf.

Þórunn er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi, IBCLC. Þórunn hefur víðtæka reynslu af ráðgjöf, brjóstagjöf og starfaði um 10 ár á meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítala, auk þess að starfa sjálfstætt í heimaþjónustu ljósmæðra og við brjóstagjafaráðgjöf. Einnig er hún með námskeið um brjóstagjöf á netinu. Í dag starfar Þórunn við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á heilsugæslunni í Vestmannaeyjum og sjálfstætt sem brjóstagjafaráðgjafi.


