Upphafið  Námskeið um brjóstagjöf og fyrstu dagana

 

Björkin brjóstagjöf mun láta 1000 kr af hverju keyptu námskeiði á netinu renna til góðgerðarstarfs. Í júlí og ágúst munum við styrkja Kubuneh, heilsugæslu í Gambíu, sjá nánar á kubunehverslun á facebook eða instagram. https://www.facebook.com/kubunehverslun/

https://www.instagram.com/kubunehverslun/

Upphafið er námskeið þar sem verðandi eða nýbakaðir foreldrar geta aflað sér þekkingar um upphaf brjóstagjafar og fyrstu dagana í lífi barns. Markmið námskeiðsins er að foreldrar fái innsýn í fyrstu dagana og öðlist öryggi í umönnun nýburans. Mikilvægt er að þekkja eðlilega hegðun nýfædda barnsins og að foreldrar læri að lesa í þarfir þess. Upphaf brjóstagjafar eru gefin góð skil, mjólkurmyndun og gæði brjóstamjólkur. Rétt grip barnsins skiptir miklu máli alveg frá byrjun og farið er yfir stöður og stellingar í brjóstagjöf. Að lokum er farið yfir helstu hindranir/áskoranir í brjóstagjöf og hvert á að leita ef upp koma vandamál. Lögð er áhersla á þátttöku maka/stuðningsaðila þessa fyrstu daga, bæði varðandi umönnun barnsins og eins mikilvægi stuðnings við mjólkandi móður en það er ein af forsendum þess að brjóstagjöfi gangi vel. Á námskeiðinu er farið yfir öll þessi atriði auk fjölda annarra sem tengjast þessum fyrstu dögum eftir fæðingu barns. 

Námskeiðið er á rafrænu formi en þannig gefst foreldrum tækifæri að horfa á námskeiðið þegar þeim hentar best. Auk þess hafa foreldrar aðgang að námskeiðinu í 4 mánuði þannig að hægt er að horfa á það oftar en einu sinni. Við mælum með því að horfa á námskeiðið á síðasta þriðjungi meðgöngu og síðan aftur eftir að barnið er fætt. Á meðgöngunni eru foreldrar oft uppteknir af fæðingunni og hugsa lítið um þá daga sem eftir koma. Því geta foreldrar einnig keypt sér aðgang að námskeiðinu eftir að barnið er komið í heiminn. Við mælum með að allir sem kaupa aðgang að námskeiðinu komi í Björkina en þarf förum við betur yfir það sem fjallað var um á námskeiðinu og svörum þeim spurningum sem þið kunnið að hafa. Hægt er að sjá þær dagsetningar inná heimasíðu Bjarkarinnar og skráning fer fram á Bókanir | Björkin, brjóstagjöf (bjorkin.is)

Ef þið hafið ekki tök á að koma í Björkina bjóðum við líka uppá zoom fund með okkur en það getur verið gott fyrir þá sem eiga ekki heimangengt, foreldra sem búa út á landi, erlendis eða nýbakaða foreldra.  

Ath sum stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið. 

Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi námskeiðið þá endilega sendið okkur tölvupóst á netfangið brjostaradgjof@bjorkin.is

 

 

Eftir skráningu og greiðslu námskeiðsgjalds er námskeiðið aðgengilegt með innskráningu á síðunni.

Wprowadzenie
 
Kurs hmm karmienie piersią oraz pierwszy dzien

Kurs dostępny jest w formie elektronicznej, tak aby rodzice mogli wziąć w nim udział kiedy tylko chcą.
Ten kurs przeprowadzi Ciebie przez wszystkie najważniejsze, informacje, jakie są potrzebne, żeby rozpocząć karmienie piersią.
Możesz słuchać i oglądać kiedy chcesz – nawet po północy, możesz słuchać i oglądać na leżąco, możesz uczyć się w swoim tempie i rytmie
Dodatkowo dostęp do kursu jest możliwy przez 4 miesiące, dzięki temu rodzice mają możliwość wrócić do kursu kiedy tylko chcą.
Zalecamy, aby objerzeć kurs w ostatnim trymestrze ciąży oraz kolejny raz, krótko po narodzinach dziecka. Wszyscy, którzy wykupią dostęp do naszego kursu otrzymają także możliwość spotkania z doradcą laktacyjnym w Björkin. Na spotkaniu postaramy się odpowiedzieć na pytania, które nasuną się w trakcie oglądania kursu. Zapisy na spotkanie, które jest wliczone w koszt kursu, odbywają się za pomocą strony Bjarkarinnar. Istnieje możliwośc spotkania za pomocą zoom, dla osób, które nie mają możliwości spotkać się z nami w naszej siedzibie.

Nokkur orð frá þátttakendum á námskeiðinu hjá okkur

,,Mér fannst mjög gott að vera búin að fara í gegnum námskeiðið áður en daman fæddist.  Sjá hvernig þau eiga að grípa og hvernig ekki. Sjá þessa samvinnu móður og barns og mismunandi stellingar. Sjá merki barnsins um að vilja drekka og vita aðeins betur hverju má búast við eftir fæðinguna. Óháð því hvernig fæðingin gekk þá er svo mikið í gangi fyrstu dagana og mér fannst mjög gott að vera þá ekki að byrja alveg á núllpunkti hvað varðar brjóstagjöfina. Svo fannst mér alveg frábært að þetta væri á netinu, gott að geta farið í gegnum námskeiðið á sínum hraða og í sínu venjulega umhverfi".

,,Virkilega skemmtilegt og fróðlegt námskeið sem við höfðum mikið gagn af. Þar sem að við erum að ganga með okkar fyrsta barn vissum við takmarkað um brjóstagjöf og því sem fylgdi fyrstu daga og vikur. En á því var fjallað um margt sem að við vissum ekkert um auk þess sem við fengum betri skilning á því sem við nú þegar vissum. Þetta hjálpaði okkur mikið og finnum við fyrir minna stressi þegar að þessu kemur,,.

Námskeiðið reyndist okkur mjög vel og það var gott að geta leitað til Þórunnar og Hildar eftir fæðingu einnig”

 • Upphafið

  15000kr
  Valid for 16 weeks
  • Netnámskeið
  • Námskeiðskvöld
 • Wprowadzenie

  15000kr
  Karmienie piersią i pierwsze ​ dni po porodzie
  Valid for 16 weeks
  • Kurs online
  • Wieczór seminaryjny